Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þar tók Brighton á móti Wolves.
Brighton var meira með boltann en tókst ekki að brjóta á bak aftur þétt lið Úlfanna og varð lokaniðurstaðan markalaust jafntefli.
Brighton fer með jafnteflinu í kvöld upp í sjöunda sæti deildarinnar. Þar er liðið með 32 stig.
Úlfarnir eru í ellefta sæti með 29 stig.