Manchester City hefur sett Omar Berrada í leyfi og fær hann ekki að mæta aftur til vinnu eftir að hafa samþykkt tilboð frá Manchester United.
United staðfesti ráðningu sína á Omar Berrada um helgina en hann verður nýr stjórnarformaður félagsins.
Forráðamenn City vildu ekki að Berrada hefði upplýsingar um plön félagsins á leikmannamarkaðnum næsta sumar og hvað félagið væri til í að borga fyrir leikmenn.
Berrarda hefur starfað lengi fyrir City og komið að leikmannamálum félagins og að rekstrinum hjá City.
Hann starfaði áður hjá Barcelina en ráðning United á Berrada vekur mikla athygli og er sögð segja til um metnaðinn hjá Sir Jim Ratcliffe hjá félaginu.