Aymeric Laporte viðurkennir að það séu margir leikmenn í Sádi Arabíu sem eru ósáttir í dag og líkar ekki við lífið þar í landi.
Laporte er leikmaður Al-Nassr í Sádi en hann gekk í raðir félagsins frá Manchester City í sumarglugganum.
Það er ekki auðvelt að venjast lífinu í Sádi Arabíu, eitthvað sem Laporte viðurkennir og þekkir hann þónokkra menn sem hafa upplifað erfiðleika hingað til.
,,Þetta er allt öðruvísi en Evrópa en þetta snýst allt um að aðlagast nýrri menningu og nýrri deild,“ sagði Laporte.
,,Þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir okkur og það eru margir leikmenn sem eru ósáttir en við erum að vinna í þessu á hverjum degi.“
,,Við erum með marga leikmenn frá Evrópu sem hafa átt langan feril og eru ekki vanir þessu, við þurfum kannski að venjast því að þessi deild er alvöru deild.“