Samband varnarmannsins Ruben Dias og raunveruleikastjörnunnar Arabella Chi er á enda en þau byrjuðu að hittast í september.
Frá þessu greina enskir miðlar en samband Dias og Chi entist ekki lengi og hefur hangið á bláþræði í margar vikur.
Chi er fræg fyrirsæta í Evrópu en hún ætlar nú að reyna fyrir sér á ný í raunveruleikaþættinum vinsæla Love Island.
Samkvæmt enskum miðlum hefur Chi verið dugleg að ferðast til Manchester og hitta Dias og bókuðu þau til að mynda flug til Parísar undir lok síðasta árs.
Nú er greint frá því að sambandinu sé lokið og mun Chi taka þátt í Love Island í Suður-Afríku sem hefst síðar á þessu ári.
Chi vakti sjálf fyrst athygli 2019 eftir þátttöku í Love Island og var í stuttu sambandi með stórleikaranum Leonardo Di Caprio sem gekk ekki upp.
Dias er leikmaður Manchester City á Englandi og þykir vera einn besti miðvörður Evrópu um þessar mundir.