Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sent falleg skilaboð til Sven-Goran Eriksson sem á mest eftir ár eftir lifað eftir að hafa greinst með krabbamein.
Eriksson er fyrrum landsliðsþjálfari Englands en hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og dreymdi um að geta stýrt liðinu einn daginn.
Klopp er meira en tilbúinn að taka á móti Eriksson á Anfield og er jafnvel tilbúinn að leyfa honum að vera þjálfari Liverpool í nokkra klukkutíma.
,,Þetta voru augljóslega mjög sorgmæddar fréttir og ég var að heyra af hans aðdáun á Liverpool í fyrsta sinn. Hann hefur verið aðdáandi allt sitt líf,“ sagði Klopp.
,,Það sem ég get sagt er að hann er velkominn hingað og má sitja í mínu sæti og má sinna mínu starfi í heilan dag ef hann vill, það er ekkert vandamál.“
,,Að hann sé á hliðarlínunni gæti verið aðeins meira vandamál. Hann má koma hingað og eiga frábæra tíma ef hann vill, ég er viss um að það verði raunin.“