Bournemouth 0 – 4 Liverpool
0-1 Darwin Nunez (’49 )
0-2 Diogo Jota (’71 )
0-3 Diogo Jota (’80 )
0-4 Darwin Nunez (’90 )
Liverpool vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Bournemouth.
Diogo Jota átti flottan leik fyrir Liverpool en hann gerði tvennu í frábærum seinni hálfleik gestanna.
Liverpool skoraði ekkert mark í fyrri hálfleiknum en tók öll völd í þeim seinni og vann 4-0 sigur.
Darwin Nunez átti einnig góðan leik fyrir Liverpool og skoraði tvennu líkt og Portúgalinn.