Sheffield Utd 2 – 2 West Ham
0-1 Maxwel Cornet(’28)
1-1 Ben Brereton(’44)
1-2 James Ward-Prowse(’79, víti)
2-2 Oliver McBurnie(‘103)
Sheffield United náði í svakalegt stig í dag er liðið mætti West Ham í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.þ
Allt stefndi í sigur gestanna eftir að James Ward-Prowse kom liðinu yfir úr vítaspyrnu á 79. mínútu.
Það mark ætlaði að duga West Ham eða þar til á 103. mínútu er Ollie McBurnie jafnaði fyrir Sheffield.
Þrettán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma er McBurnie skoraði og braust út gríðarlegur fögnuður í Sheffield.