Manchester United gerði allt til að markmaðurinn Andre Onana væri mættur í Afríkukeppnina í tæka tíð samkvæmt the Athletic.
Athletic segir að United hafi borgað 100 þúsund dollara svo að Onana væri mættur sem fyrst til Fílabeinsstrandarinnar þar sem hann leikur með Kamerún í Afríkukeppninni.
Markmaðurinn spilaði leik gegn Tottenham í byrjunm árs og missti þess vegna af fyrsta leik Kamerún í keppninni.
Samkomulag var á milli Onana og United um að markmaðurinn myndi spila stórleikinn og fengi svo að fljúga út og vera hluti af landsliði sínu í mótinu.
Það kostaði sitt en leiknum við Tottenham lauk með 2-2 jafntefli og stóð Onana sig ágætlega í rammanum.
United þurfti að rífa upp veskið svo Onana yrði mættur í landsliðið á réttum tíma þrátt fyrir að markmaðurinn hafi misst af fyrstu viðureign keppninnar.