fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Ummæli Ronaldo vekja gríðarlega athygli – Segir Sádi vera með betri deild

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. janúar 2024 15:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur látið ansi umdeild ummæli falla þar sem hann tjáir sig um efstu deild í Sádi Arabíu.

Eins og flestir vita þá leikur Ronaldo í Sádi Arabíu í dag en hann er leikmaður Al-Nassr og er einn launahæsti íþróttamaður heims.

Ronaldo vill meina að efsta deild í Sádi sé betri deild en úrvalsdeildin í Frakklandi sem þykja ansi undarleg ummæli.

Mörg stórlið spila í Frakklandi og má nefna PSG, Marseille, Lyon og Lille en peningarnir í Sádi hafa heillað stjörnur til landsins síðustu mánuði og ár.

,,Deildin í Sádi Arabíu er ekki verri en Ligue 1,“ sagði Ronaldo en Fabrizio Romano birti þessi ummæli.

,,Það er meiri samkeppni í deildinni en er í Ligue 1, ég get sagt það eftir eitt ár hérna. Við erum nú þegar betri deild en franska deildin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Í gær

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“