Cristiano Ronaldo hefur látið ansi umdeild ummæli falla þar sem hann tjáir sig um efstu deild í Sádi Arabíu.
Eins og flestir vita þá leikur Ronaldo í Sádi Arabíu í dag en hann er leikmaður Al-Nassr og er einn launahæsti íþróttamaður heims.
Ronaldo vill meina að efsta deild í Sádi sé betri deild en úrvalsdeildin í Frakklandi sem þykja ansi undarleg ummæli.
Mörg stórlið spila í Frakklandi og má nefna PSG, Marseille, Lyon og Lille en peningarnir í Sádi hafa heillað stjörnur til landsins síðustu mánuði og ár.
,,Deildin í Sádi Arabíu er ekki verri en Ligue 1,“ sagði Ronaldo en Fabrizio Romano birti þessi ummæli.
,,Það er meiri samkeppni í deildinni en er í Ligue 1, ég get sagt það eftir eitt ár hérna. Við erum nú þegar betri deild en franska deildin.“