Það kom aldrei til greina fyrir Jordan Henderson að klæðast treyju númer 14 hjá Ajax líkt og hann gerði hjá Liverpool til margra ára.
Henderson skrifaði undir samning við Ajax í vikunni en hann kemur til félagsins eftir misheppnaða dvöl í Sádi Arabíu.
Henderson og hans fjölskylda náðu ekki að aðlagast lífinu í Sádi og vildi Englendingurinn skipta um félag og það strax.
Ajax varð fyrir valinu en Henderson mun klæðast treyju númer sex frekar en 14 líkt og hjá Liverpool.
Ástæðan er sú að búið er að leggja niður treyju 14 hjá Ajax sem var notuð af besta leikmanni í sögu félagsins, Johan Cruyff.
Henderson vonast til að fá að spila reglulega í Hollandi svo hann geti tekið þátt með enska landsliðinu á EM í sumar.