Það er möguleiki á að Chelsea þurfi að leita annað næsta sumar í leit að kaupanda fyrir framherjann Romelu Lukaku.
Frá þessu greina enskir miðlar en búist var við að Lukaku yrði endanlega seldur til Roma í sumar fyrir 37 milljónir punda.
Belginn öflugi hefur verið í láni hjá Roma og vann þar með Jose Mourinho sem er nú búinn að fá sparkið.
Mourinho var maðurinn á bakvið félagaskipti Lukaku til Roma en gengið var slæmt í vetur og var hann rekinn á dögunum.
Talið er ólíklegt að næsti stjóri Roma og þá stjórn félagsins sé tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Lukaku sem verður 31 árs gamall í maí.