Helber Josua Catano sem fæddur er árið 2006 og hefur leikið með yngri flokkum Vals hefur verið lánaður til Lecce á Ítalíu. Ítalska félagið hefur möguleika á að kaupa Josua af Val í sumar en hann gerði nýlega nýjan samning við Val sem gildir út árið 2025.
Josua hefur spilað einn leik með meistaraflokki Vals í bikar en hefur verið lykilmaður í afar sterkum 2006 árgangi hjá Val.
„Eitt af því sem við hér í Val leggjum áherslu á er að koma ungum og efnilegum leikmönnum áfram og er Josua gott dæmi um það. Hann hefur spilað stórt hlutverk í yngri flokkunum hjá okkur og frábært fyrir hann að komast í gott umhverfi á Ítalíu,“ segir Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals.