Manchester United leitar að gæðastjóra í eldhúsið á Old Trafford eftir að þrjátíu gestir fengu hráan kjúkling í matinn á vellinum.
Atvikið átti sér stað seint í nóvember á síðasta ári en þetta kvöldið var matvælaeftirlit með skoðun á vellinum.
Félagið vill bregðast við þessu og ráða inn gæðastjóra sem kemur inn í tólf mánuði.
Félagið vill passa upp á það að svona atvik gerist ekki aftur en félagið segir þetta einangrað atvik.
Vandamál félagsins virðast ansi mörg þessa dagana sama hvort það sé innan sem utan vallar.