FC Bayern hefur áhuga á því að kaupa enska bakvörðinn, Kieran Trippier frá Newcastle nú í janúar en þeir þýsku vilja styrkja liðið.
Eric Dier kom til Bayern á dögunum frá Tottenham en Bayern horfir til Englands þessa dagana.
Félagið keypti Harry Kane síðasta sumar og vill liðsfélaga hans úr landsliðinu núna í Trippier.
Trippier hefur átt góð tvö ár hjá Newcastle eftir að hann kom til félagsins frá Atletico Madrid.
Trippier hefur ekki verið góður síðustu vikur en Newcastle þarf að selja leikmenn til að laga bókhald sitt gagnvart FFP.