Mohamed Salah fór meiddur af velli í leik Egyptalands gegn Gana í Afríkukeppninni í kvöld.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Salah fór út af undir lok fyrri hálfleiks.
Hélt hann um aftanvert lærið og virtist berjast við tárin.
Stuðningsmenn Liverpool og Jurgen Klopp verða allt annað en sáttir við að sjá þetta. Nógu slæmt var það að missa besta mann liðsins í Afríkukeppnina og það yrði algjört áfall ef hann yrði svo eitthvað frá vegna meiðsla.
Salah hefur verið magnaður fyrir Liverpool á leiktíðinni og er kominn með 14 mörk og 8 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.
45+1'—Mo Salah leaves Egypt's game against Ghana with an injury
45+3'—Ghana take the lead pic.twitter.com/seMjocPawf
— B/R Football (@brfootball) January 18, 2024