Umboðsmaður Anthony Martial hafnar fréttum um að franski sóknarmaðurinn fái ekki að æfa með aðalliði Manchester United þar sem hann er í lélegu formi.
Martial veiktist í byrjun desember og Daily Mail sagði frá því að Erik ten Hag hefði látið hann æfa einan til að koma sér í stand. Þetta er ekki rétt að sögn umboðsmannsins.
„Það sem er sagt er algjörlega rangt. Hann var ekki settur til hliðar og það eru engin vandamál milli hans og stjórans. Hann þarf bara að fara í smávægilega aðgerð,“ segir hann.
Samningur Martial við United rennur út eftir tímabilið en hann er engan veginn í framtíðaráformum félagsins.