Viðtal við Rob Edwards, stjóra enska liðsins Luton, eftir endurtekinn leik liðsins við Bolton í enska bikarnum í gær hefur vakið gríðarlega athygli.
Luton vann leikinn 2-1 og eru nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni komnir í fjórð umferð ensku bikarkeppninnar.
Eftir leik í gær fór Edwards í viðtal við fjölmiðlafulltrúa Luton og var því svo skellt á samfélagsmiðla.
Það vakti furðu margra að svo venjulegt viðtal fengi svona mikið af áhorfum en um tólf milljónir manns hafa nú horft á það.
Miðað við ummæli sem sett eru undir viðtalið er ástæðan einföld, Edwards þykir gríðarlega myndarlegur.
Vinsældir viðtalsins höfðu því lítið með innihald þess að gera.
Þetta má sjá hér að neðan.
The boss on tonight’s performance! 💪 pic.twitter.com/pu0FYaeiSb
— Luton Town FC (@LutonTown) January 16, 2024