Jadon Sancho er þegar farinn að skila vel í kassann fyrir Dortmund frá komu sinni þangað.
Sanhco gekk í raðir Dortmund á dögunum á láni frá Manchester United, þar sem hann hafði verið algjörlega úti í kuldanum. Sancho kom einmitt til United frá Dortmund á 73 milljónir punda 2021.
Nú er hann mættur aftur til þýskalands en Dortmund greiddi 3 milljónir evra fyrir að fá hann á láni út tímabilið.
5 þúsund manns hafa þegar keypt treyju Sancho og hefur það skilað um 500 þúsund evrum í kassann hjá Dortmund.
Sancho spilaði fyrsta leik sinn frá endurkominni til Dortmund á laugardag. Lagði hann upp mark í 0-3 sigri á Darmstadt.