Ofurtölvan geðuga hefur stokkað spilin sín og reiknað út hvernig deildin endar ef stig verða tekin af Everton og Nottingham Forest.
Búið er að ákæra bæði lið fyrir brot á reglum um fjármál félaga í deildinni.
Líklegt er talið að tíu stig verði tekin af liðinu en Ofurtölvan telur að það muni ekki hafa áhrif, liðin muni halda sér í deildinni.
Nú þegar er búið að taka tíu stig af Everton fyrri brot og nú er nýtt mál á borðinu.
Svona endar deildin ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér en búið er að reikna út möguleg stig sem verða tekin af Nottingham og Everton.