Lyon í Frakklandi hefur gengið frá kaupum á framherjanum Gift Orban sem kemur til félagsins frá Gent í Belgíu.
Íslendingar ættu að kannast við Orban sem skoraði eitt mark í 5-0 sigri Gent á Breiðablik síðasta haust.
Orban skoraði þar fimmta og síðasta mark leiksins þegar Belgarnir völtuðu yfir Blika.
Hann skoraði svo þrennu þegar Gent vann 2-3 sigur á Íslandi.
Lyon borgar 13 milljónir evra fyrir þennan kröftuga sóknarmann.
Orban er 21 ár gamall en hann var keyptur til Gent frá Stabæk á síðasta ári en hann kemur frá Nígeríu.
🔴🔵 Gift Orban completed medical tests and signed the contract as new Olympique Lyon player.
Deal will be valid until June 2028, OL will pay €13m fee to Gent. 🔒 pic.twitter.com/KCa32JY4Xp
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 18, 2024