Yfirvöld í Sádí Arabíu eru að fara að byggja einn flottasta knattspyrnuvöll í heimi þar sem Al-Nassr mun leika heimaleiki sína.
Völlurinn mun taka 45 þúsund áhorfendur í sæti og verður byggður upp á kletti.
Völlurinn er hannaður af Populous sem hannaði nýjan heimavöll Tottenham.
Á mun renna í gegnum völlinn og fara niður klettana, völlurinn verður einnig allur í LED skjám eins og sjá má á myndunum.
Sádarnir vonast til þess að halda Heimsmeistaramótið árið 2034 og yrði þessi völlur notaður þar.