Stuðningsmenn West Ham eru margir hverjir ansi pirraðir á eigin leikmanni sínum, Said Benrahma, eftir brott hans í gær sem leiddi til þess að hann var rekinn af velli.
West Ham heimsótti þá Bristol City í endurteknum leik í enska bikarnum. B-deildarliðið vann óvæntan 1-0 sigur með marki Tommy Conway á 3. mínútu.
Það var snemma í seinni hálfleik sem Benrahma var hent af velli fyrir að sparka í Joe Williams eftir tæklingu frá þeim síðarnefnda.
Stuðningsmenn West Ham hafa síðan hjólað í Benrahma sem er ekki sá vinsælasti.
Svo gæti farið að kappinn yfirgefi West Ham í þessum mánuði en hann hefur sterklega verið orðaður burt.
Hér að neðan má sjá brot hans í gær.
Said Benrahma yerdeyken rakibini tekmeledi ve 51. dakikada kırmızı kartı gördü🟥 pic.twitter.com/Ij32eGYiAV
— Tivibu Spor (@tivibuspor) January 16, 2024