Sir Dave Brailsford sem starfar hjá INEOS fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe telur að alltof margir starfsmenn séu hjá félaginu, þetta er hans skoðun eftir að hafa skoðað félagið.
Brailsford hefur verið á æfingasvæði United undanfarnar vikur og tekið út rekstur félagsins en Ratcliffe er að eignast 25 prósenta hlut í félaginu.
Brailsford telur að alltof margir starfsmenn séu hjá félaginu að gera lítið sem ekkert, 1100 starfsmenn eru hjá félaginu í dag.
Ratcliffe og Brailsford munu fara í gegnum þetta á næstunni og vilja taka til í rekstri félagsins og gera hann einfaldari og straumlínulagaðan.
Brailsford hefur mætt á alla síðustu leiki Manchester United og mun hann koma mikið að rekstrinum þegar Ratcliffe fær kaupin sín í gegn.