fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Ratcliffe og hans fólk mun líklega reka haug af starfsmönnum hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 19:00

Ratcliffe og Sir Alex Ferguson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Dave Brailsford sem starfar hjá INEOS fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe telur að alltof margir starfsmenn séu hjá félaginu, þetta er hans skoðun eftir að hafa skoðað félagið.

Brailsford hefur verið á æfingasvæði United undanfarnar vikur og tekið út rekstur félagsins en Ratcliffe er að eignast 25 prósenta hlut í félaginu.

Brailsford telur að alltof margir starfsmenn séu hjá félaginu að gera lítið sem ekkert, 1100 starfsmenn eru hjá félaginu í dag.

Ratcliffe og Brailsford munu fara í gegnum þetta á næstunni og vilja taka til í rekstri félagsins og gera hann einfaldari og straumlínulagaðan.

Brailsford hefur mætt á alla síðustu leiki Manchester United og mun hann koma mikið að rekstrinum þegar Ratcliffe fær kaupin sín í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku