Fayza Lamari móðir Kylian Mbappe og umboðsmaður hans krafðist þess að fá helming af launum hans hjá PSG en hann neitaði að gefa mömmu sinni þá upphæði.
Lamari segir frá þessu og segir að þau hafi rifist yfir þessu, hann tók því á endanum að láta móðir sína fá 30 prósent af innkomu sinni.
Móðir hans notar peningana til þess að halda úti styrktarfélagi í Mbappe sem gefur þeim sem í vandræðum eru fjármuni.
„Hann sagðist aldrei ætla að láta mig fá helminginn,“ segir Lamari en Mbappe þénar um 8 milljarða á ári hjá PSG.
„Hann sagði að það væri hann sem skoraði mörkin. Ég sagði honum að hann væri mjög góður en að við værum í þessu saman.“
„Ég sagði honum að hann myndi gefa mér 30 prósent eða ég færi í frí,“ sagði Lamari og því tók Mbappe.