Sparkspekingurinn Eni Aluko tilkynnti á Instagram síðu sinni í gær að hún hefði yfirgefið England í bili vegna áreitis frá fyrrum knattspyrnumanninum Joey Barton.
Barton hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið og hjólað í konur sem fjalla um karlafótbolta. Flestir eru sammála um að hann hafi gengið allt of langt í þessari „herferð“ sinni en hann sagði á dögunum að Aluko og kollegi hennar Lucy Ward væru „Fred og Rose West fótboltaumfjöllunnar.“ Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar.
Í kjölfar ummæla Barton hafa netverjar herjað á Aluko og aðrar konur í geiranum á samfélagsmiðlum. Segist hún nú óttast um öryggi sitt og er farin erlendis í bili.
„Ég ætla að vera hreinskilin og ég skal glöð viðurkenna að ég hef verið hrædd þessa vikuna,“ sagði Aluko.
„Ég fór ekki úr húsi á föstudag og nú er ég komin erlendis. Netníð hefur bein áhrif á öryggi þitt og hvernig þér líður í hinu raunverulega lífi. Ég vil að fólk átti sig á hvað haturðsorðræða er, hvernig áhrif kynþáttaníð og kynjamismunum hefur.“
Aluko og Ward munu höfða mál gegn Barton samkvæmt enskum miðlum.
Fjöldi fólks úr knattspyrnuheiminum hefur foræmt niðrandi ummæli Barton um konur sem starfa við knattspyrnuumfjöllun undanfarið.