Þrjú félög hafa spurst fyrir um Facundo Pellistri, leikmann Manchester United.
Pellistri er 22 ára gamall og er í aukahlutverki hjá United. Fer hann líklega á láni í þessum mánuði til að fá meiri spiltíma.
PSV og LA Galaxy höfðu spurst fyrir um Pellistri og nú hefur spænska liðið Granada bæst í þann hóp.
Öll vilja þau fá kantmanninn á láni fram á sumar.
Það kemur líklega í ljós á næstu dögum hvað setur.
Pellistri á að baki 18 A-landsleiki fyrir Úrúgvæ.
🔴🇺🇾 After PSV Eindhoven and LA Galaxy, also Granada have asked for Facundo Pellistri on loan until the end of the season.
Discussions will follow in the next days to decide on next step for Pellistri.@MatteMoretto 🤝🏻 pic.twitter.com/o6OeZ2H0Et
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 16, 2024