fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Þekktir Íslendingar á meðal þeirra sem létu í sér heyra í gærkvöldi – „Þurfa að víkja einfaldlega fyrir meðvirkni“

433
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 07:30

Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi var í gær kjörinn leikmaður ársins í karlaflokki á FIFA verðlaunahátíðinni. Valið þykir umdeilt og létu margir í sér heyra, þar á meðal hér á Íslandi.

Flestir bjuggust við að Erling Braut Haaland myndi hljóta verðlaunin. Hann vann þrennuna með Manchester City í fyrra og bætti markamet ensku úrvalsdeildarinnar á einu tímabili þegar hann skoraði 36 mörk.

Messi er á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum en þess má geta að HM titill hans er ekki innan tímabilsins sem kosið er um.

Það eru landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, íþróttafréttamenn og stuðningsmenn sem kjósa og var allt hnífjafnt en Messi vann á fleiri atkvæðum á meðal landsliðsfyrirliða.

Getty Images

„Þá er þessari vinsældarkosningu formlega lokið í síðasta sinn. Frakklandsmeistari og leikir með Inter Miami tryggja Messi titilinn. Þreytt að hafa unnið stóru þrennuna og bæta markametið í PL en þurfa að víkja einfaldlega fyrir meðvirkni. HM er ekki inn í þessu vali notabene,“ skrifaði Ríkharð Óskar Guðnason á X (áður Twitter) í gærkvöldi.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, tók í svipaðan streng.

„Messi er geitin. En að hann hafi fengið þessi verðlaun en ekki Haaland er ekkert minna en kolruglað, með fullri virðingu fyrir bandaríska deildabikarnum.“

Fleiri tóku til máls. „Þessi verðlaun eru einfaldlega kjánaleg,“ skrifaði Magnús Þór Jónsson til að mynda undir færslu Elvars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða