Það fer fram stórleikur í Reykjavíkurmóti karla á morgun en búið er að færa leikinn inn í Egilshöll, leikurinn fer ekki fram á hefðbundnum tíma.
Leikurinn átti fyrst að fara fram á heimavelli Vals en vegna kulda og vinds er búið að færa hann inn í Egilshöll.
Leikurinn hefst klukkan 11:00 á morgun og því er ekki búist við mörgum áhorfendum þegar þessir erkifjendur mætast.
Ekki var annar tími laus þennan dag en flestir stuðningsmanna þessara liða verða við vinnu þegar leikurinn fer af stað.
KR vann góðan sigur á Fram síðustu helgi en Valur lék sér að Þrótti.