Lionel Messi var í gær kjörinn leikmaður ársins í karlaflokki á FIFA verðlaunahátíðinni. Valið þykir umdeilt.
Flestir bjuggust við að Erling Braut Haaland myndi hljóta verðlaunin. Hann vann þrennuna með Manchester City í fyrra og bætti markamet ensku úrvalsdeildarinnar á einu tímabili þegar hann skoraði 36 mörk.
Messi er á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum en þess má geta að HM titill hans er ekki innan tímabilsins sem kosið er um.
Það eru landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, íþróttafréttamenn og stuðningsmenn sem kjósa og var allt hnífjafnt en Messi vann á fleiri atkvæðum á meðal landsliðsfyrirliða.
Alf-Inge Haaland, faðir Erling, var á hátíðinni í gær og miðað við viðbrögð hans var honum ekki sérlega skemmt að Messi hafi verið valinn.
Myndband af þessu er hér að neðan.
— Messi Xtra (@M30Xtra) January 15, 2024