Sádi-Arabía er með svakalegan leikvang á teikniborðinu fyrir HM 2034, sem líklega fer fram í landinu.
Sádar eru þeir einu sem hafa sóst eftir því að halda HM í knattspyrnu karla það ár og er útlit fyrir að ekkert mótframboð komi. Tilkynnt verður um hvar HM verður síðar á þessu ári.
Sádar hafa heldur betur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum síðan í fyrra en ætla nú að hrúga peningum í nýja leikvanga fyrir HM, sem á að vera hið glæsilegasta.
Einn leikvangurinn sem þeir vilja byggja yrði á toppi 200 metra hás kletts nálægt höfuðborginni, Riyadh.
Myndi hann taka 45 þúsund manns í sæti, þakið yrði færanlegt, sem og flöturinn sjálfur og þá yrðu LED-skjáir allt um kring sem eiga að búa til magnaða upplifun.