Jose Mourinho er farinn frá Roma en hann og félagið hafa samið um starfslok hans samkvæmt yfirlýsingu.
Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Mourinho gæti fengið sparkið vegna slæms gengis, en Roma situr í níunda sæti Serie A.
Nú virðist sem þeir hafi ræst og fer þessi reynslumikli knattspyrnustjóri annað.
Mourinho hefur auðvitað gert garðinn frægan með fjölda stórliða á stjóraferlinum. Má þar nefna Real Madrid, Inter, Manchester United og Chelsea.
Portúgalinn var í þrjú og hálft ár hjá Roma og vann Sambandsdeildina með félaginu vorið 2022.
L’AS Roma annuncia che José Mourinho e i suoi collaboratori tecnici lasceranno il Club con effetto immediato.
Ulteriori aggiornamenti riguardo la nuova guida tecnica della Prima Squadra saranno comunicati a breve.
📄 https://t.co/04lO7mZhSn#ASRoma pic.twitter.com/mdUQLupmAy
— AS Roma (@OfficialASRoma) January 16, 2024