Jose Mourinho var rekinn sem stjóri Roma í dag en félagið þarf að borga honum rúmar 500 milljónir króna fyrir það.
Mourinho þekkir það afar vel að vera rekinn en hann hefur fengið 80 milljónir punda í heildina fyrir það að vera rekinn.
Mourinho hefur því haft það gott og fengið tæpa 14 milljarða króna fyrir það að eitt að þurfa ekki að vinna lengur.
Manchester United tók fram stærstu summuna til að losna við Mourinho sem getur verið erfiður í samstarfi.
Talið er að Mourinho taki við liði í Sádí Arabíu eða taki við landsliði Brasilíu.
Brottrekstrar Mourinho og útborganir:
Chelsea (Fyrra skiptið) – £18m
Real Madrid – £17m
Chelsea (Annað skiptið) – £8.3m
Manchester United – £19.6m
Tottenham – £15m
Roma – £3m