Daniele De Rossi hefur verið ráðinn stjóri Roma út leiktíðina.
Fréttirnar koma í kjölfar þess að Jose Mourinho var látinn fara í morgun .
Roma hefur gengið illa á leiktíðinni undir hans stjórn og situr í níunda sæti.
De Rossi er algjör goðsögn hjá Roma en hann spilaði með liðinu í nítján ár á leikmannaferlinum.
Skrifar De Rossi undir samning út leiktíðina með möguleika á framlengingu.
L’AS Roma è lieta di annunciare che Daniele De Rossi è stato nominato nuovo Responsabile Tecnico della Prima Squadra fino al 30 giugno 2024.
Bentornato a casa, Daniele! 💛❤️
📄 https://t.co/S5B8jUnZ4K#ASRoma pic.twitter.com/tDGZbWqDwM
— AS Roma (@OfficialASRoma) January 16, 2024