Það er alveg ljóst að Thiago Alcantara fer frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar. Fjöldi félaga hefur áhuga að sögn Standard.
Thiago gekk í raðir Liverpool frá Bayern Munchen 2020 en tími hans í Bítlaborginni hefur einkennst af meiðslum og hann ekki náð sér á flug.
Nú er samningur Spánverjans að renna út og fær hann ekki nýjan.
Standard segir að fjöldi liða í bestu deildum Evrópu og sádiarabíska félagið Al-Ettifaq sýni Thiago mikinn áhuga.