El Hadji Diouf fyrrum sóknarmaður Liverpool þurfti að róa Andre Onana markvörð Manchester United í gær, Onana var ekki í hóp hjá Kamreún í fyrsta leik á Afríkumótinu.
Onana spilaði með Manchester United á sunnudag gegn Tottenham, beint eftir leik fór hann í einkaflugvél til að ná fyrsta leik Kamerún á Afríkumótinu.
Hann náði til Fílabeinsstrandarinnar í tæka tíð en var ekki í hóp í 1-1 jafntefli gegn Gíneu.
Erlendir miðlar segja að Onana hafi verið brjálaður vegna þess og að Diouf sem er þekktur skaphundur hafi þurft að róa hann.
Diouf er frá Senegal en er mættur á mótið og fylgist vel með því sem fer fram.
André Onana of Manchester United & Cameroon international been calmed down by Senegal legend Diouf after being left out of the Cameroon squad entirely for their first game in the on going AFCON pic.twitter.com/ebQD8RrNml
— X Viral News (@XViralNews7) January 16, 2024