Vinsælasti pílukappi í heimi þessa dagana, Luke Littler var mættur á Old Trafford í gær og sá Manchester United og Tottenham gera jafntefli.
Littler er 16 ára gamall en hann var heiðurgestur á leiknum í gær en hann er harður stuðningsmaður Manchester United.
Littler var í VIP boxinu á Old Trafford og hitti þar meðal annars á Sir Alex Ferguson.
Littler hitti einnig á Bruno Fernandes eftir leik en Littler endaði í öðru sæti á Heimsmeistaramótinu í pílu nú í byrjun janúar
Littler vakti mikla athygli á mótinu sem var hans fyrsta stórmót í pílu.