„Ég hef oft rætt við leikmenn áður en þeir koma hingað og sagt þeim að þeir munu aldrei sjá eftir því, að þetta félag sé töfrum líkast,“ sagði Gary Neville á Sky Sports en hann er farinn að efast um það.
United er í tómu veseni en liðið gerði jafntefli við Tottenham í gær og staða liðsins virðist ansi slæm.
„Ef ég horfi til baka þá eru þessi orð mín ekki rétt, þeir hafa komið hingað og það er sorglegt að sjá stöðuna.“
„Þeir hefðu slegið í gegn hjá öðrum félögum, aðrir leikmenn hafa valið önnur félög og náð miklum árangri.“
Hann tók svo dæmi. „Jude Bellingham, hann kom hingað í viðræður eftir að United fékk samþykkt tilboð hjá Birmingham. Það var það sama hjá Dortmund.“
„Hann valdi á milli og valdi Dortmund, núna er hann einn besti leikmaður í heimi.“
„Hvað hefði gerst ef hann hefði komið hingað? Ég veit það ekki, ég er ekki viss miðað við andrúmsloftið hérna.“
„Looking back it looks like poor advice“
Roy Keane and Gary Neville discuss top players going to Manchester United 🔊 pic.twitter.com/J4F0TDYQ6T
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 14, 2024