Jordan Henderson verður áfram í Sádí Arabíu út þessa leiktíð þar sem Al-Ettifaq ætlar ekki að sleppa honum frá félaginu eftir nokkra mánuði.
Henderson er eins og fleiri orðnir þreyttir á lífinu í Sádí og hefur leitað leiða til að komast burt nú í janúar.
Al-Ettifaq keypti Henderson frá Liverpool síðasta sumar en Steven Gerrard er þjálfari liðsins.
Juventus og Ajax hafa sýnt Henderson sem er 33 ára gamall áhuga en hann fær ekki að fara fet.
Henderson óttast að missa sæti sitt í enska landsliðinu en Al-Ettifaq hefur ekki spilað vel undanfarnar vikur.
Henderson þarf að klára tímabilið í Sádí Arabíu miðað við fréttir dagsins en hann þénar um 700 þúsund pund á viku.