Framtíð Renato Sanches er í lausu lofti en Roma virðist hafa lítil not fyrir hann.
Miðjumaðurinn er á láni hjá Roma frá Paris Saint-Germain en er í algjöru aukahlutverki hjá lærisveinum Jose Mourinho.
Ítalska félagið vill því helst að hann fari annað en PSG er ekki til í að slíta láninu nema það sé annað félag til í að taka hann.
Sem stendur er því ekki vitað hvað verður um Portúgalann.
Sanches þótti eitt sinn gífurlegt efni og var til að mynda keyptur til Bayern Munchen. Hann hefur þó ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.
🚨🇵🇹 Renato Sanches remains one to watch in the next two weeks — AS Roma still want him to find another club in January.
Paris Saint-Germain will only interrupt Roma loan if there’s another good bid for Renato.
He’s 100% not returning to PSG now. pic.twitter.com/t9KtGLv45U
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 15, 2024