Alex Þór Hauksson hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR, út keppnistímabilið 2026.
Valur, Breiðablik, Stjarnan og fleiri lið höfðu áhuga á að fá Alex sem kemur frá Öster.
Alex Þór ólst upp á Álftanesi en lék með Stjörnunni í meistaraflokki áður en hann fór í atvinnumennsku.
„Það er okkur sönn ánægja að bjóða Alex velkominn til KR. Við bindum miklar væntingar við hann og erum sannfærð um að karakter hans, leiðtogahæfileikar og hugarfar muni hjálpa liðinu okkar að komast í fremstu röð aftur. Koma Alex staðfestir að KR nær að laða að sér bestu leikmennina sem í boði eru og teflir fram sterku liði á komandi tímabili.“ segir Gregg Ryder
KR virðist vera að bjóða veglega launapakka þessa dagana en Aron Sigurðarson kom heim úr atvinnumennsku og samdi við KR í síðustu viku.