fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Guðni fer yfir framboðið: Margt gott en annað þurfi að bæta – „Mér finnst þetta mjög slælega að verki staðið“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, knattspyrnugoðsögn og frambjóðandi til formanns KSÍ, var gestur í sjónvarpsþætti 433.is þessa vikuna. Fór hann þar yfir víðan völl er snýr að framboði hans.

Vanda Sigurgeirsdóttir, sitjandi formaður KSÍ, tilkynnti í byrjun nóvember að hún hyggðist ekki gefa kost á sér áfram og síðar í mánuðinum tilkynnti Guðni að hann ætlaði að bjóða sig fram á nýjan leik, en hann yfirgaf starfið haustið 2021. Þorvaldur Örlygsson er sem stendur hans eini mótframbjóðandi.

„Fótboltinn á bara svo stóran hlut í mér. Maður er enn með ástríðu fyrir honum, eins lengi og maður er búinn að vera í honum sem leikmaður og síðan sem formaður og auðvitað knattspyrnuakademíu Íslands. Maður telur sig hafa ríkt erindi í fótboltann og með þá reynslu sem þarf í þetta starf. Þess vegna ákvað ég, eftir að hafa fengið mikla hvatningu og rætt við marga, að gefa kost á mér,“ sagði Guðni um ákvörðun sína að bjóða sig fram.

„Það var smá aðdragandi að þessu. Vanda fór í veikindaleyfi og það var orðrómur um að hún ætlaði að hætta. Þá byrjuðu þessar vangaveltur, ekki af minni hálfu til að byrja með, heldur af mörgum í kringum mig. Það var verið að hvetja mig til að fara aftur fram ef til kæmi.“

Guðni telur ólíklegt að hann hefði boðið sig fram ef Vanda hefði gefið kost á sér áfram. „Ég efast um það. Ég var ekkert að hugsa um það að fara aftur í formanninn.“

video
play-sharp-fill

Kjörtímabilið of stutt

Kjörtímabil formanns KSÍ er aðeins tvö ár. Mörgum þykir það stutt og var Guðni spurður út í þetta.

„Þetta er of stutt. Stærsti hluti Evrópu er með þetta til fjögurra ára. Það er viðhorfið hjá kollegum almennt og UEFA að þeim finnist þetta skrýtið. Það tekur tíma að koma sér inn í starfið og á seinna ári tveggja ára tímabils, ef það kemur annað framboð, þarftu að huga að því. Upp á það að gera væri æskilegra að hafa þetta lengra.“

Guðni var jafnframt spurður út í áherslur aðildafélaga KSÍ fyrir komandi kosningar.

„Það er ekki svo auðvelt að segja til um það. Það er ekkert eitt mál sem stendur upp úr. Það er alltaf vangavelta hjá allri hreyfingunni hvernig gengur að reka sig. Það er erfiður reksturinn og kostnaður hefur aukist. Svo er það rekstur KSÍ, það er útlit fyrir að það verði tap þetta árið,“ sagði Guðni en talað hefur verið um allt að 300 milljóna króna tap KSÍ á síðasta ári.

„En við verðum að muna eftir því að á síðasta ári var 157 milljóna króna hagnaður,“ sagði Guðni enn fremur og bætti við að upphitun Laugardalsvallar vegna leikja Breiðabliks í Sambandsdeildinni og þjálfararáðning karlalandsliðsins hafi kostað sitt á þessu ári.

Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ / ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Fór út með látum síðast

Guðni var, sem fyrr segir, áður formaður KSÍ og mun reyna að byggja enn frekar ofan á það sem vel var gert, auk þess að koma inn með nýjar áherslur.

„Ég var þarna í fjögur og hálft ár og við gerðum margt mjög gott, að ég tel. Breyttum skipuriti, stofnuðum knattspyrnusvið og markaðssvið. Við færðum KSÍ lengra inn í nútímann með því að vera með yfirmann knattspyrnumála. Það tók tíma að finna hann og koma því á, meðal annars út af kostnaði. En það hefur tvímælalaust skilað sér því við erum búin að styrkja okkur mikið í alls kyns greiningarvinnu, með tækjabúnaði, myndavélum, GPS og þess háttar. Þetta er búið að lyfta ránni í okkar starfi.“

Guðni sagði upp störfum sem formaður KSÍ árið 2021 eftir mikið fjaðrafok en í hans formannstíð var KSÍ sakað um að bregðast ekki við meintu ofbeldi landsliðsmanna. Telur hann að þetta geti haft áhrif í formannslagnum í ár?

„Ég vona ekki og það er ekki mín tilfinning miðað við þau samtöl sem ég hef átt við forsvarsmenn félaganna. Þetta er ekki eitthvað sem menn hafa verið að ræða. Ég hef frekar tekið umræðuna sjálfur um þetta og spurt. Það er ekki mín upplifun að svo sé. 

Þetta mál var erfitt fyrir mig sjálfan og stjórnina en ég held að það sé ríkur vilji til að læra af þessu. Þannig held ég að margir horfi á þetta. Það er sjónarmiðið sem ég allavega upplifi,“ sagði Guðni.

Þorvaldur Örlygsson tekur slaginn við Guðna.

Liggur mjög á nýjum Laugardalsvelli

Málefni Laugardalsvallar voru þá að sjálfsögðu til umræðu en völlurinn er löngu kominn á tíma. Nýr völlur virðist hins vegar ekki í augsýn.

„Við getum helst ekki beðið og það er verið að reyna að finna lausn til skemmri tíma með upphituðu hybrid-grasi og slíku. Við erum búin að vera skipulagt í þessari vegferð í átta ár eða svo, bæði Reykjavíkurborg og ríkisvaldið. Það var líka stofnað félag, við erum búin að gera fjórar skýrslur um þetta. Þetta er mest athugaðasti þjóðarleikvangur í knattspyrnusögunnar. Það er búið að setja á annað hundrað milljóna í þessa rýni. Þetta eru sérfræðingar á heimsvísu sem hafa rýnt þetta. En því miður hefur ekki náðst þetta samkomulag milli ríkis og borgar um framhaldið á þessu, þó mikið hafi verið þrýst á það,“ sagði Guðni.

Horfurnar eru hins vegar betri er varðar nýja þjóðarhöll fyrir handbolta og körfubolta.

„Ég samgleðst mjög þeim sem standa með þjóðarhöll og það er auðvitað líka þörf á henni en mér finnst þetta mjög slælega að verki staðið gagnvart fótboltanum. Við erum í enn meiri kreppu með okkar vettvang. Við spilum utan dyra og núna er vetrarprógram hjá bæði landsliðum og félagsliðum.

Ég er bjartsýnismaður og ég trúi ekki öðru en að við finnum einhverja lausn fyrir fótboltann og handboltann, körfuboltann, fimleikanna og allt og hvernig við ætlum að gera þetta saman,“ sagði Guðni.

Guðni kvaðst annars brattur fyrir baráttunni framundan við Þorvald.

„Maður er keppnismaður og brennur fyrir þetta. Ég auðvitað hlakka bara til að hitta aftur og meira á félögin. Ég er búinn að tala við flesta símleiðis þannig ég hlakka bara til að tengja við hreyfinguna, fá að heyra sjónarmið og ræða hvernig við tökum fótboltann fram,“ sagði Guðni Bergsson.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola opnar sig um framtíð sína

Guardiola opnar sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
Hide picture