Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að vandamál utan vallar komi í veg fyrir það að Antony sé að spila sinn besta leik fyrir félagið í dag.
Antony er undir rannsókn vegna kynferðisofbeldis og var um tíma sendur í bann af enska félaginu á þessu tímabili.
Brassinn var þó ekki lengi í banni og hefur fengið að spila á undanförnum vikum en frammistaðan innan vallar hefur verið ansi slök.
,,Ég tel að vandamálin utan vallar hafi áhrif á hans spilamennsku,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi.
,,Þetta hefur haft áhrif á hann, klárlega en hann þarf að takast á við það. Þetta eru hans vandamál og hann sjálfur þarf að finna út úr þeim.“
,,Við munum styðja við bakið á honum en hann þarf að gera betur.“