fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Telur að þetta gæti gjörbreytt baráttunni um formannsstólinn – „Þetta gæti farið að snúast“

433
Sunnudaginn 14. janúar 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn Bolli Már Bjarnason er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út á föstudögum á 433.is, Hringbraut.is og undir hlekk Hringbrautar í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Þorvaldur Örlygsson tilkynnti í vikunni að hann ætlaði í framboð til næsta formanns KSÍ. Guðni Bergsson hafði áður boðið sig fram. Sem stendur virðist barátta þeirra hnífjöfn.

„Þorvaldur á svolítið eftir að koma fram og segja hvað hann ætlar að gera. Þetta gæti farið að snúast ef hann kemur fram með öflugar pælingar,“ sagði Hrafnkell um málið.

Guðni var áður formaður KSÍ. Hann sagði upp störfum sem formaður árið 2021 eftir mikið fjaðrafok en í hans formannstíð var KSÍ sakað um að bregðast ekki við meintu ofbeldi landsliðsmanna.

„Toddi hefur það svolítið fram yfir Guðna að hann er með hreint blað í þessum efnum,“ sagði Helgi.

„Það hjálpar honum ekki að hafa verið þarna áður en á sama tíma fannst manni þetta ekki alveg sanngjarnt. Maður væri til í að sjá hann fá tíma í eðlilegu umhverfi,“ sagði Bolli að endingu um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
Hide picture