Stuðningsmenn Manchester United eru margir ósáttir með vinnubrögð félagsins sem hefur ákveðið að selja leikmanninn Mateo Mejia.
Um er að ræða 20 ára gamlan vængmann sem hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm í níu leikjum fyrir varaliðið.
Fabrizio Romano hefur staðfest það að Mejia sé á leið til Sevilla og fer hann til spænska liðsins á frjálsri sölu.
Romano segir að United muni ekki rukka Sevilla fyrir leikmanninn sem verður samningslaus næsta sumar.
United mun þó fá 25 prósent af næstu sölu leikmannsins en hann ku vera ansi efnilegur og kom til Englands 2020.
Sevilla sér eitthvað í leikmanninum sem United sér ekki og gæti gefið honum tækifæri með aðalliðinu á tímabilinu.
Margir stuðningsmenn United eru ósáttir með þessa ákvörðun og hafa látið heyra í sér á samskiptamiðlum.