Jose Mourinho hefur ekki langan tíma til að bjarga starfi sínu hjá Roma en frá þessu greinir blaðamaðurinn Francesco Balzani.
Balzani er nokkuð virtur í ítölskum fótbolta en hann starfar fyrir Calciomercato sem er þekktur miðill á Ítalíu.
Gengi Roma á tímabilinu hefur ekki verið gott og þá hefur liðið hafnað í sjötta sæti deildarinnar undanfarin tvö ár.
Samkvæmt Balzani hefur Mourinho nú einn mánuð til að bjarga starfinu en Roma er í níunda sæti, þó aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.
Gengið undanfarið hefur þó ekki verið gott og hefur Mourinho aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum.
Fyrrum fyrirliði Roma, Daniele de Rossi, er orðaður við starfið ef Mourinho er látinn fara sem og fyrrum markavélin Vincenzo Montella.
Roma spilar við AC Milan í kvöld en leikurinn hefst 19:45.