Everton 0 – 0 Aston Villa
Fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Everton og Aston Villa áttust þá við.
Það var engin stórskemmtun í boði í þessum leik en engin mörk voru skoruð en þó tvö dæmd af.
Alex Moreno skoraði mark fyrir Aston Villa sem var dæmt af vegna rangstöðu í fyrri hálfleik en hann átti gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í netinu.
Abdoulaye Doucoure virtist svo vera að koma Everton yfir undir lok leiks en það mark var einnig dæmt af vegna rangstöðu.
Markalaust í fyrri leiknum en leikur Manchester United og Tottenham hefst innan skamms.