Jude Bellingham reynir að sannfæra stórstjörnuna Erling Haaland um að ganga í raðir Real Madrid sem fyrst.
Frá þessu greinir útvarpsstöðin Cadena SER á Spáni sem hefur haft rétt fyrir sér í ansi mörgum fréttum þegar kemur að spænska stórliðinu.
,,Það sem ég heyri er að Bellingham og Haaland séu í sambandi í hverri einustu viku,“ sagði blaðamaðurinn Manu Carreno í ættinum El Larguero.
,,Bellingham hringir reglulega í hann og biður Norðmanninn um að koma til Real Madrid. Þeir kynntust hjá Dortmund og það er útlit fyrir að Haaland sé ekki of hrifinn af lífinu í Manchester.“
Samkvæmt þessu gæti Haaland vel verið að skoða það að færa sig um set bráðlega en hann er aðeins á sínu öðru tímabili sem leikmaður enska liðsins.