Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Manchester United, er á því máli að það væri gott fyrir félagið að semja aftur við markmanninn David de Gea.
De Gea var losaður frá enska félaginu í sumar en hann var aðalmarkvörður liðsins alveg frá 2011 til 2023.
Andre Onana var fenginn inn sem aðalmarkvörður síðasta sumar en hann hefur ekki heillað alla hingað til.
Yorke er á því máli að endurkoma De Gea myndi gera liðinu gott en efast um að Erik ten Hag, stjóri liðsins, muni opna dyrnar á Old Trafford.
,,Að mínu mati þá væri það mjög sniðugt af Manchester United að semja aftur við De Gea,“ sagði Yorke.
,,Ég hef ekki mikla trú á að það gerist því það væri ákveðið stolt sem þjálfarinn sem hleypti honum burt þyrfti að kyngja.“