Eins óvænt og það hljómar gæti framherjinn öflugi Victor Osimhen verið á leið til Real Madrid á þessu ári.
Frá þessu greinir Football Transfers en Real hefur lengi verið á eftir Kylian Mbappe, stórstjörnu Paris Saint-Germain.
Það hefur gengið mjög erfiðlega að fá Mbappe sem verður þó samningslaus næsta sumar.
Osimhen er einn heitasti framherji heims um þessar mundir en hann skrifaði undir nýjan samning við Napoli í fyrra.
Nígeríumaðurinn er fáanlegur fyrir 130 milljónir evra en Real telur hann henta leikstíl liðsins betur en Mbappe.
Um er að ræða 25 ára gamlan leikmann sem er einnig á óskalista Chelsea og Arsenal á Englandi.