Vinicius Junior var ekki eini leikmaður Real Madrid sem varð fyrir kynþáttafordómum gegn Valencia á síðustu leiktíð.
Vinicius greindi opinberlega frá því að stuðningsmenn Valencia hefðu áreitt hann í viðureigninni og tók spænska knattspyrnusambandið alvarlega á málinu.
Þónokkrir stuðningsmenn Valencia voru dæmdir í bann af félaginu fyrir rasisma en Eder Militao, liðsfélagi Vinicius, varð einnig fyrir kynþáttafordómum.
Militao greindi sjálfur frá þessu en hann er að stíga fram í fyrsta sinn og segir frá eigin reynslu.
Báðir leikmennirnir eru dökkir á hörund og koma frá Brasilíu og hafa verið liðsfélagar hjá Real í dágóðan tíma.
Vinicius hefur lent illa í stuðningsmönnum La Liga en hann hefur áður orðið fyrir fordómum í leikjum liðsins í deildinni.